Rannsókn á máli Arons og Eggerts lokið – málið á borði ákærusviðs

Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór í leik með íslenska …
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór í leik með íslenska karlalandsliðinu árið 2011. AFP

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, þar sem þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu tekið þátt í hópnauðgun á íslenskri konu í Kaupmannahöfn árið 2010, er lokið.

RÚV greinir frá og vísar til þess að Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, hafi staðfest við ríkismiðilinn að rannsókn væri lokið og að málið væri nú komið á borð ákærusviðs lögreglunnar.

Ákærusvið mun taka ákvörðun um framhaldið þó ekki komi fram hvenær megi vænta þeirrar ákvörðunar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók málið upp að nýju í lok september síðastliðins að beiðni konunnar.

Bæði Aron Einar og Eggert Gunnþór lýstu í kjölfarið yfir sakleysi sínu. Gáfu þeir svo báðir skýrslu hjá lögreglu í byrjun desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert