Hefðum ekki verið sáttir við markalaust jafntefli

Viktor Jónsson skoraði fyrra mark ÍA í 2:1 sigri á …
Viktor Jónsson skoraði fyrra mark ÍA í 2:1 sigri á KR í kvöld. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir

„Mér finnst þetta ógeðslega ljúft, við töluðum fyrir leikinn um að við hefðum ekki unnið KR í átta ár, sem er alltof langt síðan,“ sagði Viktor Jónsson sem skoraði fyrsta mark ÍA í 2:1 sigri á KR er liðin mættust á Skaganum í kvöld í efstu deild karla í fótbolta.   

„Okkur leið mjög vel allan leikinn því okkur fannst eins og við hefðum tök á leiknum þó KR-ingar væru að ná einhverjum boltum inn í teiginn hjá okkur því það var engin hætta.  Að sama skapi vorum við að fá fullt af færum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þegar við pressuðum vel og unnum boltann framarlega á vellinum svo ég bjóst við að þetta myndi detta hjá okkur en við hefðum ekki verið sáttir við markalaust jafntefli,“ bætti Viktor við en hann er nú markahæstur í deildinni ásamt Patrick Pedersen hjá Val með 8 mörk. 

Skagamenn eru nú í 4. sæti deildarinnar eftir 16 stig eftir 10 leiki. „Mér finnst við hafa náð flottum árangri í deildinni, höfum unnið leikina sem við þurfum að vinna þó auðvitað væru einhverjir leikir sem við hefðum auðveldlega getað tekið stig en heilt yfir,“ sagði Viktor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert