Arnar hlær að vítadómnum

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Gunnlaugsson var ósáttur með bæði vítin sem Valur fékk gegn Víkingum á Hlíðarenda í 2:2-jafntefli liðanna i Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi.

„Ég þarf ekkert að svara þessu,“ sagði Arnar þegar hann var fenginn til þess að fara yfir fyrra vítið sem Valur fékk á samfélagsmiðlum Vals. Jónatan Ingi Jóns­son sem brotið var á sá þetta öðruvísi: „Hann keyrir í bakið á mér,“ sagði Jónatan.

„Er ekki Jón (Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Víkings) með boltann?“ spurði Arnar Gunnlaugsson um seinni vítadóminn en Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals fannst þetta klárt víti þar sem Ingvar Jónsson tók Guðmund Andra Tryggvason niður inn í vítateig.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert