Fimm mörk og tvö rauð spjöld í seinni hálfleik

Aron Snær Friðriksson, markmaður Njarðvíkur.
Aron Snær Friðriksson, markmaður Njarðvíkur. Kristinn Magnússon

Njarðvík og Grótta mættust í hörkuleik í 1. deild karla í fótbolta í kvöld á Seltjarnarnesi. Leikurinn endaði 3:2 fyrir Njarðvík í eftir spennandi seinni hálfleik.

Njarðvík er þar með á toppnum á ný með 19 stig úr átta leikjum en Fjölnir er með 17 stig í sjö leikjum í öðru sæti.  Grótta er áfram með 10 stig í fimmta sætinu.

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þrjú mörk á fjórum mínútum í upphafi seinni hálfleiks og staðan 2:1 fyrir Njarðvík.

Kenneth Hogg skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Njarðvík áður en Arnar Daníel Aðalsteinsson jafnaði metin fyrir Gróttu þremur mínútum síðar. Dominik Radic kom svo Njarðvík aftur yfir á 55. mínútu og skoraði svo þriðja mark liðsins á 72. mínútu.

Dominik fékk síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt á 86. mínútu  og Grótta minnkaði muninn á 90. mínútu þegar Njarðvíkingur varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Á áttundu mínútu uppbótartímans fékk svo Simon Toftegaard Hansen, markmannsþjálfari Gróttu beint rautt spjald, en hann hafði þegar fengið eitt gult. Níu spjöld fóru á loft í heildina og öll komu í seinni hálfleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert