Agla María fór meidd af velli

Agla María Albertsdóttir er farin af velli.
Agla María Albertsdóttir er farin af velli. mbl.is/Eyþór Árnason

Agla María Albertsdóttir, lykilmaður í knattspyrnuliði Breiðabliks og ein af þeim markahæstu í Bestu deild kvenna, þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik gegn Víkingi á Víkingsvelli í dag.

Leikur liðsins hófst klukkan 18 og á sjöundu mínútu leiksins var brotið á Öglu Maríu á miðjum vellinum með þeim afleiðingum að hún haltraði af velli og tekur ekki frekari þátt í leiknum.

Þetta er áfall fyrir Breiðablik en Agla María hefur skorað sjö mörk fyrir liðið í fyrstu átta leikjunum á Íslandsmótinu þar sem Kópavogsliðið er á toppnum með fullt hús stiga. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert