Guðmundur viðbeinsbrotinn

Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Guðmundur Baldvin Nökkvason. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðmundur Baldvin Nökkvason, miðjumaður Stjörnunnar, leikur ekki fyrr en í byrjun ágúst í fyrsta lagi eftir að hann viðbeinsbrotnaði í leik Stjörnunnar gegn FH á dögunum.

Guðmundur skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í sigri liðsins á FH á þriðjudag en þurfti að fara meiddur af velli um miðjan síðari hálfleik eftir harkalegt brot Björns Daníels Sverrissonar en Björn fékk gult spjald fyrir brotið.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti í samtali við fótbolti.net að Guðmundur væri viðbeinsbrotinn og yrði frá keppni í sex vikur hið minnsta.

Guðmundur Baldvin er í láni hjá Stjörnunni frá Mjällby í Svíþjóð en hann hefur leikið alla leiki Stjörnunnar á tímabilinu og skorað þrjú mörk. Stjarnan situr í fimmta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og ÍA en verri markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert