Rekinn frá KR

Gregg Ryder.
Gregg Ryder. Eyþór Árnason

Gregg Ryder hefur verið látinn fara sem þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu en félagið tilkynnti um uppsögnina rétt í þessu á heimasíðu sinni. Pálmi Rafn Pálmason stýrir liðinu í næsta leik.

Gregg var ráðinn til KR síðasta haust en hann tók við starfinu af Rúnari Kristinssyni. Undir stjórn Greggs hefur KR einungis unnið þrjá af tíu leikjum í deildinni og situr liðið í áttunda sæti með ellefu stig.

Margir þjálfarar voru orðaðir við KR síðastliðið haust og þótti það óvænt að Gregg Ryder hafi fengið starfið. Óskar Hrafn Þorvaldsson var sterklega orðaður við starfið en hann tók við Haugesund í Noregi í staðinn. Óskar Hrafn sagði starfi sínu lausu þar í síðasta mánuði og var ráðinn til starfa í KR sem ráðgjafi knattspyrnudeildar á dögunum.

Liðið er í nákvæmlega sömu stöðu og eftir tíu leiki á síðasta tímabili. Þá var KR líka með þrjá sigra og ellefu stig, en sat þá reyndar í níunda sætinu. 

Tilkynningu KR má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert