Víkingur stöðvaði sigurgöngu Blika

Selma Dögg Björgvinsdóttir fagnar eftir að hafa komið Víkingi í …
Selma Dögg Björgvinsdóttir fagnar eftir að hafa komið Víkingi í 2:0 í kvöld. mbl.is/Eggert

Víkingar fengu Blika í heimsókn í Víkina í Bestu deild kvenna í dag og nældu sér í sinn fyrsta sigur á heimavelli, 2:1, gegn Blikum sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn.

Breiðablik er enn á toppi deildarinnar með 24 stig eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína en Víkingur er í fimmta sæti með 12 stig.

 Fyrstu fimm mínútur leiksins voru Blika þar sem þær fengu strax færi á fyrstu mínútu og fengu svo tvær hornspyrnur. Það breyttist allt á fimmtu mínútu fengu þær stórt högg þegar Agla María Albertsdóttir var tekin niður og þurfti að fara meidd af velli.

Víkingar tóku þá alveg yfir leikinn og  sóttu grimmt á meðan að Blikar áttu erfitt með að spila upp völlinn og fengu ekki mörg hættuleg færi.

Víkingar fengu átta hornspyrnur í fyrri hálfleik sem voru skemmtilega útfærðar og sköpuðu mikla hættu.

Rachel Diodati og Birta Georgsdóttir í baráttu á Víkingsvellinum í …
Rachel Diodati og Birta Georgsdóttir í baráttu á Víkingsvellinum í kvöld. mbl.is/Eggert

Mark Víkings kom svo eftir flotta sendingu í svæði úti á vinstri kantinum, Selma Dögg Björgvinsdóttir tók sprett upp völlinn og kom með fasta sendingu fyrir markið, þar mætti Bergdís Sveinsdóttir á ferðinni á milli tveggja miðvarða og renndi sér á boltann sem fór í netið, 1:0 fyrir Víkingum á 20. mínútu og þeir hægðu ekkert á sér eftir það.

Fimm mínútum síðar voru Víkingar hársbreidd frá því að skora annað mark eftir hornspyrnu. Telma Ívarsdóttir stökk upp og Karítas Tómasdóttir keyrði óvart inn í hana. Þær lágu báðar eftir þegar Sigdís Eva Bárðardóttir tók skot sem fór í Karítas og yfir. Ótrúleg heppni.

Staðan í hálfleik því 1:0 fyrir Víkingum sem voru með yfirburði í fyrri hálfleik.

Blikar komu betur stefndir inn í seinni hálfleik, sendu boltann sín á milli og sköðuðu hættulegri færi en í fyrri hálfleik. Þær lentu þó í því á 53. mínútu ð missa annan leikmann af velli þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir lenti illa í kapphlaupi um boltann inni í teig Víkings.

Blikar færðu sig ofar á völlinn og Barbára átti flotta sendingu fyrir eftir flottan þríhyrning en það mætti enginn á fjærsvæðið. Þetta var saga Blika í seinni hálfleik, það vantaði eitthvap smá upp á í öllum sóknum. 

Á 78. mínútu skoruðu Víkingar svo  Víkingar annað mark þeirra eftir frábært spil upp völlinn hjá varamönnunum Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttir og Lindu Líf Boama. Linda kom svo með fyrirgjöf sem Selma Dögg komst á endann á, kom sér vel fyrir inni í teig á móti Telmu og setti boltann framhjá henni í netið, 2:0.

Katrín Ásbjörnsdóttir minnkaði muninn en hún var með sterka innkomu. Birta Georgsdóttir sendi boltann fyrir, sendingin endaði fyrir aftan Katrínu en hún setti hann bara með hælnum í fjærhornið, 2:1.

Engu munaði að Barbára Sól Gísladóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins en hún skallaði yfir mark Víkings úr sannkölluðu dauðafæri í markteignum á lokasekúndunni.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Víkingur R. 2:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert