Bestur í tíundu umferðinni

Valdimar Þór Ingimundarson, lengst til hægri, í leik Víkings gegn …
Valdimar Þór Ingimundarson, lengst til hægri, í leik Víkings gegn Val. mbl.is/Árni Sæberg

Valdimar Þór Ingimundarson, sóknarmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var besti leikmaðurinn í tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Valdimar lék mjög vel með Víkingum gegn Val í stórleik umferðarinnar á Hlíðarenda síðasta þriðjudagskvöld, skoraði bæði mörk liðsins í dramatískum jafnteflisleik, 2:2, og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu.

Valdimar er 25 ára gamall, uppalinn Fylkismaður og lék með Árbæjarliðinu til sumarsins 2020. Hann hafði þá skorað 17 mörk í 53 leikjum í efstu deild og þrjú mörk í 18 leikjum í 1. deild.

Hann fór þá til Strömsgodset í Noregi og lék þar í hálft annað ár, spilaði 26 úrvalsdeildarleiki og skoraði tvö mörk.

Nánar um Valdimar í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalsliðið í tíundu umferð Bestu deildar karla en í því eru átta nýliðar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert