Vantaði smá skerpu á síðasta þriðjungi vallarins

Stjörnukonan Andrea Mist Pálsdóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Stjörnukonan Andrea Mist Pálsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

„Mér fannst við spila virkilega góðan fyrri hálfleik þegar allt gekk sem við ætluðum okkur nema hvað það vantaði smá skerpu í sendingar komið var á síðasta þriðjung vallarins,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson þjálfari kvennaliðs Þróttar eftir 1:0 sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í 9. umferð efstu deildar kvenna í Laugardalnum í kvöld.

„Mér fannst spilið hvernig við spiluðum í gegn og upp gott í en mér fannst líka gott að við tókum svæðin sem Stjarnan vildi fara í og vorum fljótar að vinna boltann.  Þegar leið á seinni hálfleik fór Stjarnan að koma meira inn á meðan við föllum aðeins til baka, sem ég skil vel því í nokkrum leikjum höfum við verið með yfirhöndina en fengið svo á okkur horn eða aukaspyrnu og mark í andlitið, svo ég skil þann stress faktor en við skiluðum þessu vel.  

Við höfum spilað betur en í dag.  Mér fannst leikurinn gegn Blikum, sem við töpum þrjú-núll, betur spilaður en svona er fótboltinn skrýtinn, það hangir ekki alltaf saman,“ bætti þjálfari Þróttar við.

Bjuggum nánast ekki neitt til

Ólafur H. Kristjánsson er þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta.
Ólafur H. Kristjánsson er þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnukvenna var ekki alveg sáttur við sitt lið en benti á að Þróttur er gott lið.  „Mér fannst sóknarleikur okkar ekki góður, við bjuggum nánast ekki neitt til sem var ekki gott.  Við vissum alveg að leikur við Þrótt yrði ekki auðveldur, þó liðið hafi verið á botni deildarinnar fyrir leik er það ekki þar lengur.   

Spilamennska hjá Þrótti hefur þannig í sumar að það verður ekki á botni deildarinnar, sagði þurfa meiri einbeitingu,“ sagði Kristján þjálfari eftir leikinn við Þrótt.

„Við þurfum nú að einbeita okkur að halda boltanum og ef við erum með hann þá taka réttar ákvarðanir þegar við förum upp völlinn en við gerðum það ekki núna, gáfum hann bara eitthvað frá okkur svo sóknarleikurinn var ekki góður en ég heilt yfir ánægður með hvernig við spiluðum varnarleikinn, eins og við ætluðum að gera,“ bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert