KR slapp með skrekkinn í Víkinni

Matthías Vilhjálmsson að fagna markinu sem hann skoraði í dag.
Matthías Vilhjálmsson að fagna markinu sem hann skoraði í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Sitthvort stigið varð niðurstaðan þegar KR sótti Víkinga heim í kvöld eftir 1:1 jafntefli þegar spilað var í efstu deild karla í fótbolta.  Víkingar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa nýtt mörg af færum sínum fram af fyrri hálfleik og Vesturbæingar fyrir að ná ekki að tökum á leiknum, þegar heimamenn slökuðu á klónni eftir góða byrjun.

Eitt stig heldur Víkingum ennþá á toppi deildarinnar en Blikar gætu tekið það af þeim ef þeir sigra Skagamenn á sunnudaginn.  KR fékk stig en það dugði ekki til að komast upp úr 9. sætinu, enn vantar stig í HK og Fram.

Eftir rólega byrjun þar sem menn prófuðu völlinn og þreifuðu fyrir sér dró til tíðinda.

Á 6. minútu tók Pablo Punyed horn frá hægri og boltinn kom niður skammt frá vinstri stönginni en þar var Matthías Vilhjálmsson mættur til að skalla boltann hægra megin í markið.

KR-ingar lögðu ekki árar í bát og börðust við að komast inn í leikinn, sem þeim tókst að einhverju leiti en færin voru samt hinu megin á vellinum.

Á 18. mínútu fékk Erlingur Agnarsson frábært færi í miðjum vítateig KR eftir frábæra sókn Víkinga upp vinstri kantinn en skotið ekki nógu gott og Guy Smit markmaður KR varði vel.

Mínútur síðar fékk Helgi Guðjónsson gott færi við markteig en enn varði Guy markmaður í horn.  Frekar mikið að gera hjá þeim hollenska.

Helgi fékk síðan annað skallafæri af stuttu færi en sem fyrr kom Guy í veg fyrir mark með góðri markvörslu.

Á 22. mínútu var komið að Karli Friðleifi Gunnarsson en fast skots hans utarlega úr teignum var varið í horn.

Eftir hálftíma leik átti Kristján Flóki hættuspark á miðjum vellinum og Halldór Smári lá óvígur eftir, svo það um 5 mínútur að binda um sárið.

Víkingar virtust taka sér hlé á góðum færum og það nýttu KR-ingar sér þegar Benoný Breki Andrésson var með boltann fyrir utan teig hægra megin á 38. mínútu og gaf fyrir til vinstri á Theódór Elmar fyrirliða KR, sem skaut hægra megin í markið rétt innan við vítateigslínu, staðan orðin 1:1.

Eftir það áttu Aron Sigurðsson og Aron Þórður Albertsson ágæt skot á mark Víkinga þó hættan væri ekki mikil en Kristján Flóki gerði betur þegar hann skallaði í stöng og útaf eftir hornspyrnu KR á 43. mínútu.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað eins og sá fyrr en nú leið alveg korter þar til liðin náðu að búa sér til góð færi, allt púðrið fór í að berjast um völdin en frekar að Víkingar gerði sig líklega til að komast yfir á ný.

Engu að síður var fátt um fína drætti og færin létu á sér standa – það vantaði ekki að bæði lið vildu gjarnan skora en tókst ekki að byggja upp nógu góðar sóknir.

Víkingar fengu færi á 79. mínútur þegar Viktor Örlygur Andrason sendi frá hægri inn á miðjan markteig en Nikolaj Hansen rétt náði að skalla boltann yfir.

Síðasta færi átti KR á 89. mínútu þegar Eyþór Wöhler komst í gegnum Víkinga og skaut rétt utan við hægra markteigshornið en Ingvar markmaður Víkinga varði, boltinn fór svo í stöngina.

Sem fyrr er Víkingur enn á toppi deildarinnar með 27 stig en Blikar gætu með sigri á Skagamönnum náð sér í 3 stig, upp í 28 og komist á toppinn.   Næstu leikir liðanna eru næsta fimmtudag  – Víkingar mæta Stjörnunni í Garðabæ og KR fær Fylki í heimsókn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Víkingur R. 1:1 KR opna loka
98. mín. +5. Hreinsað í innkast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert