11. umferð: Tveir reyndir í 200 - Tryggvi í fótspor föðursins

Halldór Smári Sigurðsson er kominn með 200 leiki í efstu …
Halldór Smári Sigurðsson er kominn með 200 leiki í efstu deild. mbl.is/Óttar Geirsson

Varnarmennirnir reyndu Birkir Már Sævarsson úr Val og Halldór Smári Sigurðsson úr Víkingi náðu báðir stórum áfanga í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn.

Þeir léku báðir sinn 200. leik í efstu deild hér á landi.

Birkir, sem verður fertugur í haust, hefur leikið alla 200 leikina fyrir Val og er sjöundi leikmaður félagsins sem nær þeim áfanga. Hann hefur þó leikið meirihluta ferilsins erlendis en auk 11 leikja fyrir Val í 1. deild árið 2004 lék Birkir 252 leiki í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar. Hann á því 463 deildaleiki að baki í dag og er kominn í 12. sætið yfir leikjahæstu Íslendinga í deildakeppni heima og erlendis frá upphafi en hann deilir því sæti með Rúnari Kristinssyni, núverandi þjálfara Fram.

Birkir Már Sævarsson - 200 leikir í efstu deild hér …
Birkir Már Sævarsson - 200 leikir í efstu deild hér á landi. mbl.is/Óttar Geirsson

Halldór Smári, sem er 35 ára, hefur spilað alla 200 leikina fyrir Víking og er annar leikmaður félagsins, á eftir Magnúsi Þorvaldssyni til að ná þeim áfanga. Samtals hefur Halldór spilað 280 deildaleiki á ferlinum, alla hér á landi en hann er eini leikmaður Víkings sem hefur spilað 400 leiki í öllum mótum fyrir félagið. Hann mun vera kominn með 455 leiki í dag.

Tryggvi með 50 mörk

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tímamótamark þegar Valur vann Vestra, 5:1, á Ísafirði. Það var hans 50. mark í efstu deild og er Tryggvi 64. leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins sem nær þeim markafjölda. Í þeim hópi er líka faðir hans, Haraldur Ingólfsson, sem er í 36. sæti markalistans með 59 mörk, öll fyrir ÍA. Móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, skoraði 40 mörk fyrir ÍA í efstu deild kvenna. Tryggvi hefur skipt mörkunum jafnt milli ÍA og Vals, 25 mörk fyrir hvort félag.

Tryggvi Hrafn Haraldsson er kominn með 50 mörk í efstu …
Tryggvi Hrafn Haraldsson er kominn með 50 mörk í efstu deild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrslit­in í 11. um­ferð:

Vestri - Val­ur 1:5
HK - Stjarn­an 4:3
Vík­ing­ur R. - KR 1:1
KA - Fram 3:2
Breiðablik - ÍA 1:1
FH - Fylk­ir 3:1

Marka­hæst­ir í deild­inni:
9 Pat­rick Peder­sen, Val
8 Vikt­or Jóns­son, ÍA
7 Emil Atla­son, Stjörn­unni
6 Jónatan Ingi Jóns­son, Val
5 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
5 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
5 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
5 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
4 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
4 Arnþór Ari Atlason, HK
4 Aron Elís Þránd­ar­son, Vík­ingi R.
4 Atli Sig­ur­jóns­son, KR
4 Björn Daní­el Sverris­son, FH
4 Daníel Hafsteinsson, KA
4 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
4 Helgi Guðjóns­son, Fram
4 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
4 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
27.6. Vestri - Fram
27.6. Stjarnan - Víkingur R.
27.6. KR - Fylkir
28.6. HK - KA
28.6. FH - Breiðablik
28.6. ÍA - Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert