Segir Jason á leið frá Blikum

Jason Daði Svanþórsson gæti verið á förum úr Kópavoginum.
Jason Daði Svanþórsson gæti verið á förum úr Kópavoginum. mbl.is/Óttar Geirsson

Fréttamaður RÚV, Gunnar Birgisson, greinir frá því að X-síðu sinni að Jason Daði Svanþórsson, kantmaður Breiðabliks, sé á förum frá félaginu. Líklegur áfangastaður er England að sögn Gunnars.

Jason Daði verður 25 ára á gamlársdag en hann hefur verið einn albesti leikmaður Bestu deildar karla frá komu sinni úr Aftureldingu haustið 2020. 

Jason verður samningslaus í lok tímabilsins og líklega þarf Breiðablik að selja hann núna vilji félagið ekki missa hann ókeypis frá sér í lok tímabils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert