Sannfærandi sigur Fram á Ísafirði

Pétur Bjarnason framherji Vestra í baráttu við Adam Örn Arnarson …
Pétur Bjarnason framherji Vestra í baráttu við Adam Örn Arnarson á Ísafirði í kvöld. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Fram sigraði Vestra, 3:1, í fyrsta leik kvöldsins í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði.

Framarar eru þá komnir með 16 stig og fara upp fyrir Stjörnuna og í sjötta sætið en Vestri er áfram í tíunda sæti með 10 stig.

Leikurinn byrjaði frekar rólega og bæði lið voru að þreifa á hvoru öðru. Frá 15 mínútu tóku gestinir öll völd á vellinum.

Það dró til tíðinda á 17 mínútu. Vestri á hornspyrnu sem þeir hreinsa frá og boltinn berst til Elvars Baldvinssonar sem sendir skelfilega þversendingu sem Tiago kemst inní. Fram bruna upp í skyndisókn og Tiago kemur boltanum á Fred sem kemst einn í gegn og rennir síðan boltanum til hliðar á Magnús Þórðarson sem rennir honum í autt markið, 1:0 fyrir Fram. Vel útfærð skyndisókn en enn og aftur gefa heimamenn klauflegt mark.

Stuttu eftir þetta átti Fram hættulega sókn sem endaði á að Fred fékk boltann á vítateignum og setti hann í slána. Heimamenn náðu síðan fínni sókn sem endaði með skoti frá Benedikt Waren en skotið fór rétt framhjá.

Það var síðan á 38 mínútu sem Fram bætti við öðru marki sínu. Ólafur Íshólm tekur markspyrnu sem endar hjá Elvari Baldvinssyni sem skallar hann blint aftur fyrir sig og Már Ægisson er skyndilega einn í gegn og klárar glæsilega í nær hornið, 2:0.

Eftir þetta voru gestinir ennþá með öll völd og hefðu getað bætt við mörkum. Framarar voru miklu betri og gátu verið svekktir með að fara bara með 2:0 inní hálfleikinn.

Vestramenn voru skelfilegir í einu orði sagt og gátu verið sáttir að vera bara tveim mörkum undir í hálfleik.

Mark eftir þrjár mínútur

Davíð Smári gerir tvöfalda breytingu strax í hálfleik. Það tekur Fram hinsvegar tæpar 3 mínútur að komast í 3:0 í seinni hálfleiknum. Fram á hornspyrnu sem Vestri nær ekki að hreinsa almennilega og boltinn berst aftur inn í teig þar sem Brynjar Gauti skorar af markteig.

Þetta þriðja mark gestana gerði útum leikinn. Heimamenn komust aldrei í takt eftir þetta og gestirnir hefðu getað bætt við nokkrum mörkum en William Eskelinen átti frábæran leik og varð tvisvar sinnum glæsilega frá Fred og Magnúsi.

Það var svo á síðustu mínútunni sem Andra Rúnari Bjarnasyni tókst að minnka muninn. Boltinn barst inná teig og Andri kláraði snyrtilega í hornið, sárabótamark, 3:1.

Hjá Fram voru flestir góðir og Fred bestur meðal jafningja. Hjá Vestra var William Eskelinen markmaður góður og kom í veg fyrir stærra tap.

Fram vann sinn fyrsta leik síðan 5. maí og kemur sér í 16 stig, kemur sér úr fallbaráttu í topp sex baráttu með sigrinum. Frábær spilamennska hjá Frömurum í dag, þeir voru frábærir allan leikinn, virkilega verðskuldað.

Vestramenn eru ennþá með 10 stig en þetta er byrjað að líta ansi illa út. Þeir búnir að fá sig 8 mörk í fyrstu tveimur leikjunum á heimavellinum og spilamennskan er skelfing, þeir hafa alls ekki verið líklegir að ná í úrslit.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Vestri 1:3 Fram opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er 6 mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert