Austfirðingar fóru illa með Fram

Emma Hawkins skoraði þrennu gegn Fram í kvöld.
Emma Hawkins skoraði þrennu gegn Fram í kvöld. mbl.is/Eyþór

Austfjarðaliðið FHL náði í kvöld þriggja stiga forskot á nýjan leik í 1. deild karla með því að vinna stórsigur á Fram, 5:1, í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

FHL er komið með 22 stig þegar deildin er hálfnuð, eftir níu umferðir. Afturelding er með 19 stig, HK 14 og Grindavík 13 í næstu sætum þannig að staða Austfirðinganna er virkilega góð.

Emma Hawkins var enn og aftur í stóru hlutverki og skoraði þrennu. Hún hefur nú gert 15 mörk í fyrstu níu leikjum FHL. Samantha Smith skoraði hin tvö mörkin en Alda Ólafsdóttir skoraði fyrir Fram og jafnaði þá í 1:1 í byrjun síðari hálfleiks.

Fram er í sjöunda sæti af tíu liðum í deildinni með 11 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert