„Hann er George Best Íslands!“

Óli Valur Ómarsson átti mjög góðan leik og uppskar hrós …
Óli Valur Ómarsson átti mjög góðan leik og uppskar hrós úr óvæntri átt fyrir! mbl.is/Arnþór Birkisson

Stuðningsmenn norðurírska liðsins Linfield F.C. voru kátir eftir leik sinn við Stjörnuna í kvöld, þrátt fyrir að lið þeirra hefði tapað leiknum 2:0.

Blaðamaður lenti í skemmtilegu atviki eftir leik, þar sem tveir stuðningsmenn liðsins í eldri kantinum tóku hann tali eftir leik og ræddu stuttlega um hann.

Kom þar í ljós einlæg aðdáun þeirra á leikmanni nr. 4 í Stjörnunni, Óla Val Ómarssyni, en hann átti frábæran leik og skapaði meðal annars aukaspyrnuna sem síðara mark Emils Atlasonar kom úr.

„Leikmaður nr. 4, hann er George Best Íslands!“ fullyrti annar stuðningsmaðurinn í eyru blaðamanns. Var hann greinilega mjög hrifinn, en George Best var á sínum tíma, líkt og flestir vita, dáðasti sonur Norður-Írlands í knattspyrnunni, og vann hann m.a. bæði Englandsmeistaratitil og síðar Evrópumeistaratitil með Manchester United á sjöunda áratugnum.

Það er ekki ónýtt veganesti fyrir Óla Val að fá slíkt hrós, en það var einlæglega meint.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert