Minningarleikur fyrir Pétur á morgun

Systkini Péturs í treyjunni sem er seld til styrktar Píeta.
Systkini Péturs í treyjunni sem er seld til styrktar Píeta. Ljósmynd/Augnablik

Minningaleikur Péturs Benediktssonar fer fram í Fífunni klukkan 19.15 á morgun en þar mætir Augnablik Hvíta riddaranum úr Mosfellsbæ.

Leikurinn er jafnframt í 3. deild Íslandsmóts karla þar sem bæði liðin leika.

Pétur hefði orðið 40 ára 12. júlí en hann tók eigið líf árið 2006 þegar hann var aðeins 22 ára gamall. Hann var einn af þeim sem kom Augnabliki aftur á lappirnar árið 2006 og liðið hefur starfað óslitið síðan. Hann tók mikinn þátt í starfi Breiðabliks og var meðal annars að þjálfa yngri flokka.

Foreldrar hans voru á meðal þeirra sem komu að stofnun Píeta samtakanna árið 2018. Augnablik selur treyjur til styrktar samtökunum og mun spila í þeim í leiknum.

 

View this post on Instagram

A post shared by Augnablik (@augnablik.kk)

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert