Landsliðskonan í bann

Berglind Rós Ágústsdóttir, til vinstri, er á leiðinni í eins …
Berglind Rós Ágústsdóttir, til vinstri, er á leiðinni í eins leiks bann. mbl.is/Óttar Geirsson

Einn af lykilleikmönnum Vals Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er á leiðinni í eins leiks bann. 

Hún var úrskurðuð í bannið vegna fjögurra gulra spjalda af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. 

Hún missir þar með af útileik Vals gegn Stjörnunni næstkomandi föstudagskvöld. 

FH-ingarnir Ólafur Guðmundsson og Jóhann Ægir Arnarsson eru báðir á leiðinni í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þeir missa af útileik FH gegn KR.

Þá er Víkingurinn Ari Sigurpálsson á leiðinni í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og missir af heimaleiknum gegn Vestra. 

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, er sömuleiðis á leið í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og missir af heimaleik gegn KA.

Ólafur Guðmundsson, til vinstri, er á leiðinni í bann.
Ólafur Guðmundsson, til vinstri, er á leiðinni í bann. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert