Jafna Víkingar met KR-inga?

Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, og Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, með …
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, og Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, með bikarinn eftirsótta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

​Víkingar freista þess að jafna met KR frá árunum 1960 til 1964 þegar þeir mæta KA í úrslitaleik bikarkeppni karla í fótbolta á Laugardalsvellinum í dag klukkan 16.

KR vann bikarkeppnina fimm fyrstu árin en Víkingar hafa unnið keppnina í fjögur síðustu skipti sem hún hefur verið haldin, 2019, 2021, 2022 og 2023.

Keppninni var aflýst haustið 2020 þegar komið var að undanúrslitum, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bikarmeistarar verða því krýndir í dag í 64. skipti á 65 árum.

Fimmti úrslitaleikur KA

KA leikur sinn fimmta úrslitaleik og freistar þess að verða bikarmeistari í fyrsta skipti. KA-menn hafa tapað fjórum úrslitaleikjum til þessa, gegn Val árið 1992, gegn Fylki árið 2001, gegn Keflavík árið 2004 og gegn Víkingi á síðasta ári.

Tvisvar hefur þetta staðið einstaklega tæpt hjá KA en liðið var yfir, 2:1, í úrslitaleiknum gegn Val árið 1992 þar til 7 sekúndur voru eftir og tapaði í framlengingu. Síðan tapaði KA fyrir Fylki í framlengdri vítaspyrnukeppni árið 2001 eftir að leikur liðanna endaði 2:2.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag en leikur KA og Víkings hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert