KA-menn fagna bikarmeistaratitlinum (myndasyrpa)

Bikarmeistarar KA 2024 með fjölda stuðningsmanna sinna í baksýn.
Bikarmeistarar KA 2024 með fjölda stuðningsmanna sinna í baksýn. mbl.is/Ólafur Árdal

Það var glatt á hjalla hjá fjölmörgum stuðningsmönnum KA sem mættu á Laugardalsvöllinn í dag og sáu þar sína menn vinna bikarmeistaratitil karla í knattspyrnu í fyrsta skipti.

Víkingar voru heldur fjölmennari en KA-menn í stúkum vallarins, af þeim ríflega fjórum þúsundum áhorfenda sem mættu á Laugardalsvöllinn, en strax frá fyrstu mínútu var stemningin meiri á meðal norðanmanna og hún jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn.

Ólafur Árdal ljósmyndari mbl.is fangaði stemninguna í leikslok þegar KA-menn, leikmenn sem áhorfendur, fögnuðu langþráðum bikarmeistaratitli og um leið sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári.

Mjólk var skvett eftir bikarafhendinguna eins og hefð er fyrir.
Mjólk var skvett eftir bikarafhendinguna eins og hefð er fyrir. mbl.is/Ólafur Árdal
Stuðningsmenn KA og leikmenn KA klappa hvorir fyrir öðrum.
Stuðningsmenn KA og leikmenn KA klappa hvorir fyrir öðrum. mbl.is/Ólafur Árdal
Kátir stuðningsmenn KA í stúkunni.
Kátir stuðningsmenn KA í stúkunni. mbl.is/Ólafur Árdal
Ívar Örn Árnason fagnar með ungum aðdáanda í leikslok.
Ívar Örn Árnason fagnar með ungum aðdáanda í leikslok. mbl.is/Ólafur Árdal
Kátir leikmenn KA og Kristijan Jajalo varamarkvörður með bikarinn á …
Kátir leikmenn KA og Kristijan Jajalo varamarkvörður með bikarinn á lofti. mbl.is/Ólafur Árdal
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikja- og markahæsti leikmaður KA í efstu …
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikja- og markahæsti leikmaður KA í efstu deild, lyftir bikarnum á Laugardalsvellinum. mbl.is/Ólafur Árdal
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA í gleðskapnum.
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA í gleðskapnum. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert