KA bikarmeistari í fyrsta skipti

KA er bikarmeistari karla í fótbolta í fyrsta skipti eftir sigur á Víkingi, 2:0, í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í dag. Víkingur hafði unnið keppnina fjórum sinnum í röð og KA tapað fjórum úrslitaleikjum í röð.

KA fékk fyrsta góða færið í leiknum á sjöundu mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann frá Daníel Hafsteinssyni og lagði hann rétt framhjá úr teignum.

Hann fékk svo enn betra færi sex mínútum síðar þegar hann slapp einn í gegn, lék á Ingvar Jónsson í marki Víking og lagði boltann framhjá honum en Oliver Ekroth bjargaði á línu fyrir Víkinga.

Þremur mínútum síðar átti Aron Elís Þrándarson skot framhjá úr góðri stöðu í teignum eftir sendingu frá Erlingi Agnarssyni og er óhætt að segja að leikurinn hafi verið ansi fjörlegur framan af.

KA-menn fagna Viðari Erni Kjartanssyni eftir að hann kom þeim …
KA-menn fagna Viðari Erni Kjartanssyni eftir að hann kom þeim yfir gegn Víkingi í dag. mbl.is/Ólafur Árdal


Fyrsta markið kom loks á 37. mínútu. Daníel Hafsteinsson tók þá horn og eftir mikinn darraðardans í teignum fór boltinn af Viðari Erni Kjartanssyni upp við marklínuna og lak yfir.

Valdimar Þór Ingimundarson var nálægt því að jafna á 44. mínútu er hann átti fast skot í stöngina. Nær komst Víkingur ekki og KA fór með naumt forskot inn í hálfleikinn.

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttu á …
Hallgrímur Mar Steingrímsson og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttu á Laugardalsvellinum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal


Minna var um færi í seinni hálfleik. Ingvar varði tvisvar frá Hallgrími Mar Steingrímssyni og varamaðurinn Tarik Ibrahimagic átti skot rétt framhjá marki KA á 66. mínútu.

Lítið var um opin færi næstu mínútur en varamaðurinn Helgi Guðjónsson var nálægt því að jafna í uppbótartíma er hann slapp í gegn en Steinþór Már Auðunsson í marki KA varði vel.

Víkingar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna, en það voru KA-menn sem skoruðu annað markið á níundu mínútu uppbótartímans þegar Dagur Ingi Valsson potaði boltanum í autt markið eftir markvörslu frá Ingvari og þar við sat.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 3:0 Bournemouth opna
90. mín. Leik lokið Sannfærandi sigur heimamanna staðreynd!
Crystal Palace 0:0 Man. United opna
90. mín. Maxence Lacroix (Crystal Palace) fær gult spjald

Leiklýsing

KA 2:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skot sem er varið Færi! Sleppur í gegn, leikur á Ingvar og á skot að marki en Ekroth bjargar á línu og skallar boltann aftur fyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert