Glæsimark Gylfa tryggði Val jafntefli

Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2:2, í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Hlíðarenda í kvöld. Valur er áfram í þriðja sæti, nú með 39 stig. Stjarnan er í fjórða með 34.

Stjarnan var með 2:0 forskot í hálfleik en Valsmenn neituðu að gefast upp og jöfnuðu í seinni hálfleiknum.

Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur framan af og gekk illa fyrir bæði lið að skapa sér færi. Það kom því mjög óvænt upp þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu.

Hann kláraði þá með glæsilegu skoti utan teigs í bláhornið niðri eftir sprett og sendingu frá Óla Val Ómarssyni frá hægri.

Hólmar Örn Eyjólfsson fékk gott færi til að jafna á 24. mínútu en hann skallaði framhjá úr teignum eftir hornspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Stjörnumenn fagna eftir að Hilmar Árni Halldórsson kom þeim yfir …
Stjörnumenn fagna eftir að Hilmar Árni Halldórsson kom þeim yfir á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Kristinn Steinn

Það voru hins vegar Stjörnumenn sem skoruðu annað mark leiksins á 38. mínútu. Adolf Daði Birgisson skoraði þá af stuttu færi í opið markið eftir að Ögmundur Kristinsson í marki Vals varði vel frá Emil Atlasyni sem átti góðan skalla eftir horn.

Hvorugt liðið skapaði sér gott færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fóru Stjörnumenn því með tveggja marka forskot í hálfleikinn.

Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og sóttu án afláts. Það skilaði sér í marki á 53. mínútu. Svíinn Albin Skoglund skoraði þá af öryggi af stuttu færi eftir sendingu frá Patrick Pedersen.

Eftir markið róaðist sókn Valsmanna töluvert og gekk báðum liðum illa að skapa sér færi næstu mínútur.

Jöfnunarmarkið kom þó á 76. mínútu og það gerði Gylfi Þór Sigurðsson með glæsilegu skoti utan teigs. Hann fékk þá boltann hægra megin á vellinum, sótti inn á miðjuna og negldi boltanum í vinstri í hornið fjær.

Stjörnumenn fengu góð færi til að komast aftur yfir. Fyrst varði Ögmundur Kristinsson vel frá Örvari Eggertssyni og síðan skaut Emil Atlason rétt framhjá.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 2:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) á skot sem er varið Orri með góðan sprett og sendingu á Gylfa sem lætur vaða en nú skýtur hann beint á Árna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert