23. umferð: Reynsluboltinn með 100 leiki - Helgi þriðji

Andri Rúnar Bjarnason er kominn með 100 leiki í efstu …
Andri Rúnar Bjarnason er kominn með 100 leiki í efstu deild en 329 deildaleiki alls á ferlinum. Eyþór Árnason

Andri Rún­ar Bjarna­son, fram­herj­inn reyndi hjá Vestra, lék áfanga­leik á sunnu­dag­inn þegar KR og Vestri skildu jöfn, 2:2, í 23. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta á Meist­ara­völl­um.

Andri lék sinn 100. leik í efstu deild og hélt upp á það með því að skora fyrra mark Vest­f­irðing­anna en engu munaði að hann skoraði sig­ur­mark und­ir lok­in. 

Þó Andri sé á sínu 20. tíma­bili í meist­ara­flokki er þetta aðeins hans sjötta tíma­bil í efstu deild hér á landi. Hann hef­ur spilað alls 329 deilda­leiki á ferl­in­um, um helm­ing þeirra í 1., 2. og 3. deild og 67 leiki sem at­vinnumaður er­lend­is.

Leik­irn­ir 100 eru fyr­ir fimm fé­lög, 18 fyr­ir Vík­ing, 22 fyr­ir Grinda­vík, 25 fyr­ir ÍBV, 21 fyr­ir Val og nú 14 fyr­ir Vestra. Hann hef­ur skorað í þeim 39 mörk, er ein­mitt einn af þeim fimm sem hafa skorað 19 mörk á einu tíma­bili og deila marka­met­inu, en Andri hef­ur sam­tals skorað 130 deilda­mörk á ferl­in­um.

Helgi Guðjónsson, til vinstri, fagnar öðru markanna gegn FH í …
Helgi Guðjóns­son, til vinstri, fagn­ar öðru mark­anna gegn FH í gær­kvöld. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Helgi Guðjóns­son varð í gær­kvöldi þriðji leikmaður­inn í sögu Vík­ings til að skora 30 mörk fyr­ir fé­lagið í efstu deild þegar hann skoraði tví­veg­is í sigr­in­um á FH, 3:0. Aðeins Ni­kolaj Han­sen (51) og Heim­ir Karls­son (37) hafa skorað fleiri mörk í deild­inni fyr­ir Vík­ing en Helgi er nú með 31 mark.

Óskar Örn Hauks­son bætti enn ein­um tugn­um við leikja­met sitt í efstu deild karla en hann lék sinn 380. leik í deild­inni í gær­kvöld þegar Vík­ing­ur vann FH. Langt er í að Óskari verði ógnað en næst­ir á eft­ir hon­um eru Birk­ir Krist­ins­son með 321 leik, Daní­el Lax­dal með 305 og Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son með 304 leiki. 

Al­bin Skog­lund úr Val, Mika­el Breki Þórðar­son úr KA og Gustav Kj­eld­sen úr Vestra skoruðu all­ir sitt fyrsta mark í deild­inni í 23. um­ferðinni.

Úrslit­in í 23. um­ferð:
KR - Vestri  2:2
Fram - Fylk­ir 2:0

Breiðablik - ÍA 2:0
Val­ur - Stjarn­an 2:2
KA - HK 3:3
Vík­ing­ur - FH 3:0

Marka­hæst­ir í deild­inni:
16 Vikt­or Jóns­son, ÍA
14 Pat­rick Peder­sen, Val

11 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
11 Emil Atla­son, Stjörn­unni

11 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.
11 Jónatan Ingi Jóns­son, Val

10 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
8 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
8 Björn Daní­el Sverr­is­son, FH

8 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
8 Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, Breiðabliki
8 Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son, Vík­ingi R.
8 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
7 Arnþór Ari Atla­son, HK
7 Ísak Snær Þor­valds­son, Breiðabliki
7 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH

6 Atli Þór Jón­as­son, HK
6 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Kjart­an Kári Hall­dórs­son, FH
6 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R. 
6 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
29.9. FH - Breiðablik
29.9. KR - Fram
29.9. Vestri - HK
29.9. Fylk­ir - KA
29.9. Val­ur - Vík­ing­ur
30.9. Stjarn­an - ÍA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert