Óhræddur því ég vissi að við fengjum færi

Agla María Albertsdóttir tekur horn í dag.
Agla María Albertsdóttir tekur horn í dag. Arnþór Birkisson

„Ég var óhræddur þegar FH skoraði strax því ég var alveg viss um að við myndum fá færi, héldum svo okkar striki og skoruðum nokkur mörk,“ sagði Nik Anthony Chamberlain þjálfari Blikakvenna eftir 4:2 sigur á FH þegar liðin mættust í Kópavoginum í dag í 4. og næstsíðustu umferð Íslandsmóts kvenna í fótbolta

„Við fórum í þennan og ætluðum að vinna en byrjunin var ekki alveg eins og ætluðum, fengum snemma á okkur mark og ég verð að hrósa liði mínu fyrir hvað það gerði þá, hélt sínu striki og skoraði nokkur mörk, sérstaklega í marki okkar nú tvö þegar ég veit ekki hvað við vorum búin að gefa margar sendingar okkar á milli.   Ég er því ánægður með það, hvernig liðið sýndi úr hverju það er gert.“

Með sigrinum er Breiðablik áfram í efsta sæti deildarinnar með 60 stig og mætir Val í lokaleik deildarinnar en Valur er með 59 stig.  „Við mætum nú Val og ætlum auðvitað að vinna þann leik og undirbúum það.  Það þarf ekki að hvetja liðið sérstaklega í þann leik, ef það þyrfti þá væri eitthvað mikið að,“ bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert