Úrslitaleikur í lokaumferðinni

Anna Rakel Pétursdóttir skoraði fallegt mark.
Anna Rakel Pétursdóttir skoraði fallegt mark. Eggert Jóhannesson

Víkingur og Valur áttust við í fjórðu umferð úrslitakeppni Bestu deildar kvenna í dag. Fyrir leikinn voru Víkingar í 4. sæti með 33 stig og Valskonur í 2. sæti með 56 stig.

Valskonur unnu leikinn 2:1 og fáum við því hreinan úrslitaleik milli Vals og Breiðabliks í lokaumferðinni en leikurinn verður spilaður á Hlíðarenda næsta laugardag klukkan 16:30.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur framan af en á 21. mínútu kom Fanndís Friðriksdóttir Valskonum yfir 1:0 með góðu marki boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Víkings og skotið þá óverjandi fyrir Kötlu Sveinbjörnsdóttur í markinu.

Það gerðist ekkert í leiknum fyrr en á 40. mínútu þegar Valur fékk aukaspyrnu 25 metrum frá markinu og Anna Rakel Pétursdóttir tók spyrnuna og boltinn söng í vinklinum, 2:0 fyrir Val og leikurinn algjörlega í höndum Valskvenna.

Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega þegar Shaina Ashouri skoraði eftir 47 mínútur og staðan orðin 2:1 fyrir Val.

Valskonur fengu dauðafæri til að klára leikinn á 68. mínútu en Berglind Björg Þorvaldsdóttir setti boltann rétt framhjá stönginni og var það síðasta færi leiksins.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Newcastle 1:1 Man. City opna
90. mín. Rúben Dias (Man. City) fær gult spjald Straujar niður Gordon.
Breiðablik 4:2 FH opna
90. mín. Leik lokið +3.
Keflavík 0:1 Afturelding opna
90. mín. Leik lokið Afturelding spilar í Bestu deild karla á næsta tímabili eftir 1:0 sigur gegn Keflavík.
Arsenal 4:2 Leicester opna
90. mín. Arsenal skorar 3:2 - Saka tekur hornspyrnuna á fjær þar sem Trossard bíður einn og óvaldaður. Belginn tekur boltann innanfótar og setur hann inn í þvöguna þar sem hann fer af Ndidi og í netið. Þetta skrifast líklega sem sjálfsmark á Ndidi. Þvílík dramatík!
Wolves 0:1 Liverpool opna
45. mín. Ibrahima Konaté (Liverpool) skorar

Leiklýsing

Víkingur R. 1:2 Valur opna loka
90. mín. 3 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert