Hættur við að hætta og mætir Íslandi

Joe Allen er hættur við að hætta með Wales.
Joe Allen er hættur við að hætta með Wales. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Joe Allen er hættur við að hætta að spila fyrir landslið þjóðarinnar og verður hann í hópnum sem mætir Íslandi og Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum.

Hinn 34 ára gamli Allen hætti með landsliðinu eftir HM í Katar í lok árs 2022. Craig Bellamy landsliðsþjálfari Wales hefur hins vegar náð að sannfæra Allen um endurkomu.

Hann er leikmaður uppeldisfélagsins Swansea um þessar mundir, en hann lék yfir 300 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool og Stoke. 

Wales verður án miðjumannanna Aaron Ramsey og Ethan Ampadu gegn Íslandi og eru fréttirnar því kærkomnar fyrir velska liðið.

Ísland og Wales eigast við á Laugardalsvelli föstudaginn 11. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert