Víkingskonur tóku þriðja sætið

Víkingskonur fagna þriðja sætinu.
Víkingskonur fagna þriðja sætinu. mbl.is/Egill Bjarni

Víkingur tryggði sér 3. sætið í Bestu-deild kvenna í dag með því að vinna Þór/KA 1:0 á KA-vellinum á Akureyri. Víkingur endaði með 36 stig en Þór/KA með 34.

Fyrri hálfleikurinn var heldur tíðindalítill og mikið jafnræði með liðunum. Þau skiptust á að hafa boltann en gerðu lítið spennandi með hann. Besta færið fengu Víkingar þegar stutt var eftir í hálfleik. Linda Líf Boama fékk góða sendingu inn á vítateig og náði hún flottu skoti. Harpa Jóhannsdóttir óð út á móti Lindu Líf og varði með tilþrifum.

Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víking R., í leiknum í dag.
Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víking R., í leiknum í dag. mbl.is/Egill Bjarni

Svo var líka spurning hvort Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, hefði átt að fjúka af velli eftir brot á Söndru Maríu Jessen utan við vítateig Víkinga. Sandra María var búin að koma boltanum framhjá Birtu en Emma Steinsen var komin með boltann og Sandra María því aldrei að fara að skora. Dómarinn gaf Birtu gult spjald og var það réttur dómur.

Víkingsliðið var mun betra liðið nánast allan seinni hálfleikinn og verðskuldaði mark. Það kom á 55. mínútu. Freyja Stefánsdóttir komst á auðan sjó eftir jaml, japl og fuður í varnarlínu Þórs/KA. Hún þakkaði pent fyrir sig og þrykkti boltanum upp í markhornið fjær.

Þegar korter lifði leiks fékk Þór/KA víti. Sandra María Jessen fékk tækifæri til að skora 23. markið sitt í deildinni en skot hennar fór í markstöngina.

Víkingskonur fagna í leikslok í dag.
Víkingskonur fagna í leikslok í dag. mbl.is/Egill Bjarni

Skömmu síðar fékk Sandra María enn betra færi þegar hún stóð ein fyrir opnu marki eftir klaufaskap í vörn Víkinga og góða sendingu frá Margréti Árnadóttur. Það kom eitthvað hik á hana og Birta markvörður komst í veg fyrir skot Söndru Maríu.

Margrét Árnadóttir fékk enn eitt dauðafærið en hún skaut yfir markið. Fátt markvert gerðist eftir þetta og fögnuðu Víkingskonur vel og innilega í leikslok.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Crystal Palace 0:1 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið Heldur betur torsóttur sigur Liverpool sem styrkir stöðu sína á toppnum!
Arsenal 3:1 Southampton opna
90. mín. Leik lokið
FH 0:3 Þróttur R. opna
90. mín. Leik lokið
Fram 2:4 Vestri opna
90. mín. Jeppe Gertsen (Vestri) fær gult spjald +5.
Valur 0:0 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024. Til hamingju allir Blikar!

Leiklýsing

Þór/KA 0:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka