Fyrirliði Breiðabliks leggur skóna á hilluna

Ásta Eir Árnadóttir er hætt í fótbolta.
Ásta Eir Árnadóttir er hætt í fótbolta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Ásta er uppalinn í Breiðablik og spilaði allan sinn feril þar. Hún spilaði 176 leiki fyrir félagið í efstu deild og 12 leiki með A-landsliðinu.

 „Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta þá ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því.

Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið hana í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla þannig ég fór eiginlega inn í tímabilið og vildi bara njóra og gefa allt í þetta,“ sagði Ásta Eir í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks.

Ásta spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik 2009, þá 16 ára gömul, og tók við fyrirliðabandinu af Sonný Láru Þráinsdóttir.

Hún varð Íslandsmeistari um helgina í þriðja sinn eftir 0:0 jafntefli við Val í lokaleik tímabilsins. Hún hefur einnig hef­ur orðið bikar­meist­ari með liðinu í þrígang, árið 2016, 2018 og 2021.

Hún var fyrirliði liðsins þegar það komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, fyrst íslenskra liða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert