Þjálfar sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur

Gylfi Tryggvason ásamt forráðamönnum og leikmönnum Grindavíkur og Njarðvíkur.
Gylfi Tryggvason ásamt forráðamönnum og leikmönnum Grindavíkur og Njarðvíkur. Ljósmynd/Grindavík-Njarðvík

Gylfi Tryggvason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur.

Þetta tilkynntu félögin á samfélagsmiðlum sínum í gær en Gylfi skrifaði undir þriggja ára samning við Suðurnesjaliðin.

Gylfi var áður aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK, ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins, en hann hefur einnig þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ á ferlinum.

Gylfi mun gegna lykilhlutverki í því að leiða kvennaknattspyrnu á Suðurnesjum inn í nýjan kafla með markmiðið að efla liðið og koma því á hærri stall,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu félaganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert