Berglind yfirgefur Val

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er farin frá Val.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er farin frá Val. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er farin frá Val, en félagið hefur rift samningi sínum við framherjann.

Fótbolti.net greindi frá. Berglind skrifaði undir tveggja ára samning við Val í vor, er hún kom til baka eftir barneignafrí.

Berglind skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum með Val í Bestu deildinni á leiktíðinni. Hin 32 ára gamla Berglind hefur gert 141 mark í 203 leikjum í efstu deild.

Þá hefur hún gert 12 mörk í 73 landsleikjum. Hún kom til Vals frá París SG en hefur einnig leikið með liðum á borð við AC Milan, PSV, Hammarby, Brann, Le Havre, auk Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert