Elfar Árni með tvö - Vestri enn í fallhættu

Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir. Ljósmynd/Egill Bjarni

Vestri er enn í talsverðri fallhættu eftir ósigur gegn KA, 2:1, í 26. og næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Akureyri í dag.

Eftir leikinn er KA í sjöunda sæti deildarinnar með 34 stig en Vestri er í tíunda sæti með 25 stig, þremur stigum á undan HK sem er með 22 stig og á leik til góða á Vestramenn og mætir Fram annað kvöld.

Leikurinn var ekki nema 24 sekúndna gamall þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fyrsta markið. Hann fékk þá frábæra stungusendingu frá Degi Inga Valssyni og kláraði Húsvíkingurinn færi sitt frábærlega framhjá William Eskelinen í marki gestanna.

KA liðið var miklu betra í fyrri hálfleiknum og skoraði Elfar Árni sitt annað mark á 21. mínútu eftir frábæra sókn heimamanna. Kári Gautason setti þá boltann upp hægri kantinn á Ásgeir Sigurgeirsson sem smellti boltanum fyrir markið á Elfar sem kláraði færið sitt mjög vel og KA komið í tveggja marka forystu.

Andri Rúnar Bjarnason fékk besta færi gestanna í fyrri hálfleik á 26. mínútu þegar hann fékk sendingu innfyrir vörnina frá Eiði Aroni Sigubjörnssyni. Andri ætlaði að lyfta boltanum yfir Steinþór Má í marki heimamanna en hann gerði gott betur en það og setti boltann yfir markið.

Á 56. mínútu héldu stuðningsmenn KA að þriðja markið væri komið. Ásgeir Sigurgeirsson pressaði þá á William Eskelinen sem reyndi að hreinsa frá marki. Hreinsunin fór beint í Ásgeir sem setti boltann í tómt markið. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, dæmdi hinsvegar hendi á Ásgeir og markið fékk ekki að standa.

Á fjórðu mínútu uppbótartímans fékk Gunnar Jónas Hauksson, leikmaður Vestra, rautt spjald fyrir að handleika knöttinn þegar Hallgrímur Mar reyndi að setja Ásgeir Sigurgeirsson í gegn. Gunnar stoppaði sendinguna með hendinni og Pétur rak hann réttilega af velli.

Gestirnir skoruðu sárabótarmark á sjöttu mínútu uppbótartíma þegar Pétur Bjarnason kom boltanum í netið eftir að hann hafði haldið varnarmanni KA frá sér.

Meira gerðist ekki í leiknum og fögnuðu KA menn sigri, 2:1.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

FH 1:1 Valur opna
90. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fær gult spjald +6. Æsti sig útaf brotinu.
ÍA 3:4 Víkingur R. opna
90. mín. Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) skorar 3:4 - VÍKINGAR SKORA SIGURMARKIÐ! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA! Óskar Örn Hauksson með sendingu frá vinstri og Djuric skallar boltann í stöngina og inn! Þvílík endurkoma hjá Íslandsmeisturunum!
Man. United 2:1 Brentford opna
90. mín. Leik lokið Ansi kærkomið fyrir Erik ten Hag og lærisveina hans.
Bournemouth 0:0 Arsenal opna
Engir atburðir skráðir enn
Breiðablik 0:0 Stjarnan opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

KA 2:1 Vestri opna loka
90. mín. Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) á skot yfir Gunnar fær boltann fyrir utan teiginn og lætur vaða en skotið fer hátt yfir og svífur út í Hrísalund.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert