„Menn láta misgáfulega hluti út úr sér“

Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson á góðri stundu.
Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson á góðri stundu. Ljósmynd/Valur

„Þetta tekur oft meira á fjölskylduna, meira en mann sjálfan,“ sagði knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson í Fyrsta sætinu.

Arnari var sagt upp störfum sem þjálfara Vals í Bestu deild karla byrjun ágústmánaðar en hann hefur einnig stýrt Breiðabliki, Roeselare í Belgíu og KA á þjálfaraferlinum. Þá lék hann 71 A-landsleik fyrir Ísland og var atvinnumaður Grikklandi og Belgíu í tæpan áratug. 

Hafa allir skoðun á þér

Arnar hefur verið lengi í bransanum og hóf þjálfaraferilinn með uppeldisfélagi sínu Breiðablik árið 2015.

„Maður er kominn með þykkan skráp en ég held að það að vera fótboltaþjálfari sé ekkert ólíkt því að vera stjórnmálamaður,“ sagði Arnar.

„Það hafa allir skoðun á þér en helsti munurinn er kannski sá að þú ert dæmdur eftir hvern einasta leik, einu sinni í viku. Menn láta misgáfulega hluti út úr sér, menn sem hafa mismikla þekkingu á leiknum.

Þeir sem hafa spilað leikinn vita að það er miklu meira sem gengur á en bara leikirnir sjálfir. Þjálfarar þurfa að horfa í meira en bara úrslitin,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert