Þreyta engin afsökun

Nikolaj Hansen er fyrirliði Víkings og leikur áfram með liðinu.
Nikolaj Hansen er fyrirliði Víkings og leikur áfram með liðinu. Ljósmynd/Inpho Photography

„Við ætluðum bara spila að okk­ar hætti en vor­um jafn­vel eitt­hvað stressaðir og Blikarn­ir gerðu vel og  voru bara betri í dag,“ sagði Ni­kolaj Han­sen fyr­irliði Vík­inga eft­ir tapið gegn Breiðablik í Vík­inni í kvöld þegar fram fór síðasti leik­ur Íslands­móts karla í fót­bolta.  

„Við gáf­um þeim þrjú heimsku­leg mörk,“ hélt fyr­irliðinn áfram og taldi að stress og þreyta Vík­inga hefði ekki skipt sköp­um.  „Í svona leik er maður held­ur ekki þreytt­ur því adrenalínið tek­ur yfir en á sama tíma og þú finn­ur ekk­ert því þreytu en  þetta hef­ur verið langt tíma­bil – bik­ar­keppn­in, deild­in og Evr­ópu­leik­irn­ir – svo það gæti verið ein­hver þreyta í lík­am­an­um en það er eng­in af­sök­un,“ sagði Ni­kolaj en Vík­ing­ar hafa staðið í ströngu, hafa leikið nokkra erfiða Evr­ópu­leiki og eru enn á þeim víg­stöðum.

„Það þarf alltaf að vera eitt­hvað stress fyr­ir svona leik eins og í dag en maður gleym­ir því þegar leik­ur­inn byrj­ar, það gæti verið að það hafi verið of mikið og en í dag var þetta ekki nógu gott  og ég óska Breiðablik til ham­ingju.“

Dan­inn var ef eitt­hvað er hissa á spurn­ing um sína framtíð. „Ég verð auðvitað áfram, Vík­ing­ur er liðið mitt og mér finnst frá­bært að vera hérna.  Við verðum bara að halda áfram og byrj­um bara að byggja upp fyr­ir næsta tíma­bil. Við eig­um fjóra Evr­ópu­leiki eft­ir og við verðum að standa okk­ur í þeim.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert