Sá besti náði efsta sætinu í lokaumferðinni

Benóný Breki Andrésson.
Benóný Breki Andrésson. mbl.is/Óttar Geirsson

Benoný Breki Andrésson, hinn 19 ára gamli sóknarmaður KR-inga, var besti ungi leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.

Benoný tryggði sér efsta sætið hjá leikmönnum 21 árs og yngri með frábærum endaspretti en hann fékk þrjú M fyrir lokaleikinn í deildinni, þegar hann náði gullskónum og setti markametið, 21 mark á tímabilinu.

Fram að lokaleikjunum var baráttan um efsta sætið hjá yngri leikmönnum á milli Kjartans Kára Halldórssonar úr FH og Víkinganna Danijels Dejans Djuric og Ara Sigurpálssonar.

Eftir 22 umferðir var Kjartan með 15 M og þeir Danijel og Ari 14 M hvor. Kjartan fékk þrjú til viðbótar í síðustu fimm leikjunum en þeir Danijel og Ari aðeins eitt M hvor. Benoný var með 10 M eftir 22 umferðir en kom eins og stormsveipur á lokasprettinum, sigldi fram úr þeim öllum og fékk samtals 19 M, en Kjartan Kári, sem var efstur fyrir lokaumferðina, endaði með 18 og þeir Danijel og Ari 15 hvor.

Úrvalslið skipað bestu ungu leikmönnum deildarinnar ásamt varamönnum sem og umfjöllunina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert