Aron Einar snýr aftur – Gylfi Þór fjarverandi

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Aron Einar Gunnarsson er í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi landsleiki gegn Svartfjallalandi og Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar.

Knattspyrnusamband Ísland birti leikmannahópinn fyrir komandi verkefni á heimasíðu sinni í hádeginu en Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum.

Markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson kemur inn í hópinn og er eini nýliðinn að þessu sinni en alls gerir Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, þrjár breytingar á leikmannahópnum frá síðasta landsliðsverkefni.

Patrik Sigurður Gunnarsson, Hjörtur Hermannsson og Gylfi Þór Sigurðsson detta út og Lúkas, Aron Einar og Sævar Atli Magnússon koma inn.

Ísland mætir Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember í Niksic og svo Wales í Cardiff, 19. nóvember. Ísland er með 4 stig í þriðja sæti riðilsins, Tyrkland er í efsta sætinu með 10 stig, Wales er með 8 stig í öðru sætinu og Svartfjallaland rekur lestina án stiga.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson - Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford - 15 leikir
Lúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim

Varnarmenn:
Kolbeinn Birgir Finnsson - Utrecht - 14 leikir
Logi Tómasson - Strömsgodset - 6 leikir, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - Sönderjyske - 22 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Gharafa - 103 leikir, 5 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle - 45 leikir, 2 mörk
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos - 53 leikir, 3 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 13 leikir
Alfons Sampsted - Birmingham City - 22 leikir

Miðjumenn:
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 29 leikir, 3 mörk
Júlíus Magnússon - Fredrikstad - 5 leikir
Arnór Ingvi Traustason - Norrköping - 61 leikur, 6 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End - 23 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha Berlín - 40 leikir, 6 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 17 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson - Al Orobah - 97 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk
Willum Þór Willumsson - Birmingham City - 13 leikir

Sóknarmenn:
Brynjólfur Andersen Willumsson - Groningen - 2 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen - Gent - 28 leikir, 7 mörk
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 12 leikir, 4 mörk
Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 5 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka