Þórður Þórðarson, þjálfari íslenska U19-ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp fyrir undankeppni EM 2025 sem fram fer á Spáni í lok mánaðarins.
Ísland er í riðli með Spáni, Belgíu og Norður-Írlandi og mætir öllum þremur liðunum frá 27. nóvember til 3. desember.
Hópurinn kemur saman til æfinga þann 22. nóvember næstkomandi.
Þrátt fyrir að leikmennirnir séu á aldrinum 17 til 18 ára eiga þeir allir leiki í meistaraflokki og sumir fleiri tugi leikja. Er því um afar reynslumikið lið að ræða.
Leikmannahópurinn:
Herdís Halla Guðbjartsdóttir - Breiðablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Breiðablik
Líf Joostdóttir van Bemmel - Breiðablik
Jónína Linnet – FH
Bryndís Halla Gunnarsdóttir - FH
Berglind Freyja Hlynsdóttir - FH
Margrét Brynja Kristinsdóttir - FH
Helga Rut Einarsdóttir - Grindavík
Kolbrá Una Kristinsdóttir - Grótta
Sigdís Eva Bárðardóttir - Norrköping
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir - Víkingur
Freyja Stefánsdóttir - Víkingur
Ísabella Sara Tryggvadóttir - Valur
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Valur
Björg Gunnlaugsdóttir - FHL
Jóhanna Elín Halldórsdóttir - Selfoss
Hrefna Jónsdóttir - Stjarnan
Bríet Jóhannsdóttir - Þór/KA
Brynja Rán Knudsen - Þróttur