Damir á leiðinni til Asíu

Damir Muminovic.
Damir Muminovic. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic er á leið frá Íslandsmeisturum Breiðabliks til DPMM FC frá Brúnei sem leikur í úrvalsdeildinni í Singapúr.

DPMM FC greindi frá því í ágúst síðastliðnum á heimasíðu sinni að Damir myndi ganga til liðs við félagið í desember.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og yngriflokkaþjálfari hjá Breiðabliki, greindi þá frá því á X-síðu sinni í dag að Damir væri í þann mund að skrifa undir hjá liði í úrvalsdeildinni í Singapúr og myndi skrifa undir samning fram á mitt næsta ár.

Damir hefur samfleytt leikið með Breiðabliki í tíu ár en hann er 34 ára gamall miðvörður. Þetta verður í fyrsta sinn sem Damir fer út í atvinnumennsku á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert