Arnar um landsliðið: Ég meina það innilega

Arnar Gunnlaugsson spáir lítið í landsliðsþjálfarastarfinu.
Arnar Gunnlaugsson spáir lítið í landsliðsþjálfarastarfinu. Eggert Jóhannesson

„Ég er ekkert að spá í þessu,“ svaraði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við mbl.is, aðspurður hvort hann hefði áhuga á að taka við karlalandsliðinu í fótbolta.

Starfið er laust eftir að Åge Hareide hætti með liðið í gær og þykir Arnar líklegur til að taka við af þeim norska.

„Ég meina það innilega að ég er ekkert að spá í þessu eins og staðan er í dag. Það er nóg fram undan hjá Víkingunum. Kannski er þetta leiðinlega svarið en ég hef ekkert velt þessu fyrir mér,“ sagði hann.

En er ekki heiður að vera orðaður við starf landsliðsþjálfara?

„Jú, það er heiður að vera orðaður við Manchester City og íslenska landsliðið og allt það,“ svaraði Arnar kíminn og hélt áfram:

„En það er mikið í gangi hjá Víkingunum og ég er ekkert að spá í þessu,“ sagði Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert