Menn eru að vakna um miðja nótt

Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson Ólafur Árdal

„Ferðalagið gekk flott,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings úr Reykjavík í samtali við mbl.is. Hann og lærisveinar hans hjá Víkingum eru komnir til Jerevan í Armeníu þar sem liðið leikur við Noah klukkan 17.45 á morgun.

„Við komum okkur allir til Frankfurt og þaðan flugum við saman til Armeníu. Tímamismunurinn er fjórir tímar og við fórum fyrr til að venjast þessu,“ sagði Arnar en það hefur gengið erfiðlega fyrir suma að venjast tímamismuninum.

Það er eitt að fljúga til vestur og ekkert mál að fljúga til Bandaríkjanna en maður er svolítið steiktur eftir svona langa ferð austur. Menn eru að vakna um miðja nótt og eiga erfitt með að sofna. Þetta er mjög skrítið,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert