Minnir mig á hringleikahúsið í Róm

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. Ólafur Árdal

Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans hjá Víkingi í Reykjavík eru komnir til Jerevan þar sem þeir mæta Noah frá Armeníu í Sambandsdeildinni klukkan 17.45 í dag.

Arnar var á sömu slóðum í október árið 1998 þegar Armenía og Ísland mættust í undankeppni EM. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

„Þetta er mjög fínt. Ég kom hérna árið 1998 og spila landsleik þegar Guðjón Þórðarson var með okkur. Borgin er mjög fín. Þetta er engin London en þetta er mikil menningarborg. Við erum á fínu hóteli og aðstæður eru fínar.

Völlurinn er mjög tilkomumikill og minnir mig á hringleikahúsið í Róm. Þetta er skemmtilegur arkitektúr. Þessi Evrópuævintýri eru svo skemmtileg. Maður fer í öðruvísi heima og öðruvísi menningu. Þetta er geggjuð upplifun,“ sagði Arnar.

Völlurinn minnir Arnar á hringleikahúsið í Róm.
Völlurinn minnir Arnar á hringleikahúsið í Róm. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Armeníu
Völlurinn í Jerevan.
Völlurinn í Jerevan. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Armeníu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert