„Þrjóskan hefur alltaf verið mitt helsta vopn“

„Ég hef aldrei litið á sjálfan mig sem eitthvað sérstaklega hæfileikaríkan íþróttamann,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Eina leiðin til að ná langt

Höskuldur var útnefndur besti leikmaður deildarinnar eftir tímabilið af leikmönnum deildarinnar og þá var hann langefstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.

„Þrjóskan hefur alltaf verið mitt helsta vopn,“ sagði Höskuldur.

„Það hefur verið minn helsti styrkleika og ég hef í raun aldrei hætt fyrr en ég næ því sem ég ætla mér að ná. Ég var samt alltaf mikill íþróttamaður, líkamlega séð, en það hefur alltaf tekið mig langan tíma að verða góður í einhverju.

Ég hef alltaf lagt mjög hart að mér og það er í raun eina leiðin til þess að verða góður í einhverju,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert