Gamla ljósmyndin: Fær sér sæti

Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Engu lík­ara er en að Her­mann Hreiðars­son fái sér sæti á and­liti sænsk and­stæðings á þess­ari frá­bæru mynd Ásdís­ar Ásgeirs­dótt­ur frá ár­inu 2000.

Ísland og Svíþjóð mætt­ust þá í vináttu­lands­leik í knatt­spyrnu á Laug­ar­dals­vell­in­um hinn 16. ág­úst og höfðu Íslend­ing­ar bet­ur 2:1. Var það fyrsti sig­ur­inn á Sví­um í A-lands­leik karla í heil 49 ár. Fara þurfti aft­ur til leiks­ins fræga 1951 þegar Rík­h­arður Jóns­son af­greiddi Sví­ana með fjór­um mörk­um í 4:3 sigri á Mela­vell­in­um eins og komið hef­ur verið inn á í Gömlu ljós­mynd­inni. 

Barna­barn Rík­h­arðs, Rík­h­arður Daðason skoraði fyr­ir Ísland í leikn­um fyr­ir tutt­ugu og fjór­um árum en Helgi Sig­urðsson skoraði einnig fyr­ir Ísland sem þá lék und­ir stjórn Atla Eðvalds­son­ar. 

Á mynd­inni tekst Her­manni að ná skalla að marki Svía í fyrri hálfleik en á mynd­inni eru einnig Íslend­ing­arn­ir Eyj­ólf­ur Sverris­son og Rík­h­arður en þess­ir þrír voru gjarn­an aðgangs­h­arðir í föst­um leik­atriðum á þess­um árum. Sá sem verður fyr­ir Her­manni er lík­lega Daniel And­ers­son og fyr­ir aft­an virðist vera Ted­dy Lucic. Báðir léku þeir í efstu deild á Ítal­íu á þess­um tíma og í mark­inu er Magn­us Hedm­an. 

Her­mann er upp­al­inn í Eyj­um og vakti fyrst at­hygli með ÍBV. Er það eina liðið sem hann hef­ur spilað með hér heima. Hann á að baki lang­an fer­il á Englandi með Crystal Palace, Brent­ford, Wimbledon, Ipswich, Charlt­on, Ports­mouth og Co­ventry. Her­mann lék alls 322 leiki í ensku úr­vals­deild­inni, fleiri en nokk­ur ann­ar Íslend­ing­ur og yfir 500 deilda­leiki á ferl­in­um. Lék hann 89 A-lands­leiki og skoraði 5 mörk. 

Her­mann er eini Íslend­ing­ur­inn sem orðið hef­ur ensk­ur bikar­meist­ari í knatt­spyrnu en hann var í liði Ports­mouth sem varð bikar­meist­ari árið 2008 og spilaði all­an tím­ann í úr­slita­leikn­um á Wembley. 

Her­mann var fimm sinn­um á meðal tíu efstu í kjöri Sam­taka íþróttaf­rétta­manna á íþrótta­manni árs­ins: 2000, 2003, 2004, 2005 og 2008. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert