Vilja sjá Elísabetu taka við karlalandsliðinu

„Við erum pottþétt að fara enda í einhverjum sextugum Norðmanni eða Svía,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþrótta­blaðamaður á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í íþrótta­upp­gjöri Dag­mála þegar rætt var um landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu.

Åge Hareide lét af störfum sem þjálfari liðsins í lok nóvember og hafa nokkrir þjálfarar verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn hans.

Gæti smellpassað í starfið

„Ef þið mættuð velja einn til þess að taka við landsliðinu,“ sagði þáttastjórnandi þá.

„Elísabetu Gunnars,“ sögðu þær Edda Sif Pálsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttakonur á RÚV þá.

„Ég held að hún gæti smellpassað í þetta starf,“ bætti Edda Sif meðal annars við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert