Víkingar fá sextán daga vetrarfrí

Víkingar hefja leik á ný á morgun.
Víkingar hefja leik á ný á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalið Víkings í knattspyrnu fær aðeins sextán daga frí á milli leikja frá lokum keppnistímabilsins 2024 og þar til keppnistímabilið 2025 hefst.

Víkingar luku mögnuðu tímabili 19. desember þegar gerðu jafntefli við LASK í Austurríki og tryggðu sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar.

Þeir hefja síðan tímabilið 2025 annað kvöld, laugardagskvöldið 4. janúar, en þá mætast Víkingur og ÍR í fyrsta leik í Reykjavíkurmótinu í Egilshöllinni klukkan 18.30.

Víkingar léku 47 mótsleiki frá 1. apríl til 19. desember 2024. Þar af voru 27 leikir í Bestu deildinni, 14 Evrópuleikir, fimm leikir í bikarkeppninni en tímabilið hófst með árlega leiknum í Meistarakeppni KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert