Viðar áfram á Akureyri

Viðar Örn Kjartansson leikur áfram með KA á næstu leiktíð.
Viðar Örn Kjartansson leikur áfram með KA á næstu leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og leikur því áfram með KA-liðinu á komandi leiktíð.

Viðar kom til KA fyrir síðustu leiktíð og skoraði sex mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni. Þá átti hann sinn þátt í að KA varð bikarmeistari. Liðið endaði í áttunda sæti deildarinnar á síðustu leikíð með 37 stig úr 27 leikjum.

Sóknarmaðurinn lék með CSKA 1948 áður en hann kom til KA. Hann kom víða við erlendis áður en hann sneri heim til Íslands og lék með liðum á borð við Vålerenga í Noregi, Jiangsu í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov og Rubin Kazan í Rússlandi og Atromitos í Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert