Bráðefnileg Bríet framlengdi

Bríet Fjóla Bjarnadóttir er aðeins 15 ára gömul.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir er aðeins 15 ára gömul. Ljósmynd/Þór/KA

Knattspyrnukonan efnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt Þór/KA.

Bríet Fjóla er einungis nýorðin 15 ára, fædd árið 2010, en hefur þrátt fyrir það leikið 15 leiki fyrir Þór/KA í efstu deild auk tveggja leikja í bikarkeppninni.

Fyrsti leikurinn í efstu deild kom í september árið 2023 þegar hún var einungis 13 ára gömul. Sá leikur, 3:2-sigur gegn Breiðabliki, var jafnframt minningarleikur um afa hennar, Guðmund Sigurbjörnsson, fyrrverandi formann Þórs.

Miðjumaðurinn Bríet Fjóla hefur þá leikið þrjá leiki fyrir U15-ára landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert