Íslenskur táningur á leið til Empoli

Jón Breki Guðmundsson fagnar marki gegn Spánverjum í leik með …
Jón Breki Guðmundsson fagnar marki gegn Spánverjum í leik með U17-ára landsliði Íslands. mbl.is/Eyþór Árnason

Knattspyrnumaðurinn Jón Breki Guðmundsson er að ganga til liðs við unglingalið Empoli á Ítalíu.

Það er ítalski miðillinn Tuttomercato sem greinir frá þessu en Jón Breki, sem er 16 ára gamall, er samningsbundinn ÍA á Akranesi.

Hann er uppalinn í Neskaupstað og lék 12 leiki með KFA í 2. deildinni á síðustu leiktíð og gekk síðan til liðs við Skagamenn síðsumars. Hann á að baki fimm landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert