Arnar Gunnlaugsson er ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu til ársins 2028, eða næstu þriggja ára.
Lengd samningsins kom ekki fram í gærkvöldi þegar KSÍ tilkynnti um ráðningu hans.
Arnar kvaðst vonast til þess að úrslit og frammistaða liðsins undir hans stjórn yrði á þann veg að hann yrði lengi í starfi sem landsliðsþjálfari. „Þetta er draumastarfið í íslenskum fótbolta," sagði Arnar á fréttamannafundinum sem nú stendur yfir í Laugardalnum.