Liðstyrkur í Laugardalinn

Klara Mist Karlsdóttir, til vinstri, í leik með Fylki.
Klara Mist Karlsdóttir, til vinstri, í leik með Fylki. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þróttur úr Reykjavík hefur samið við knattspyrnukonuna Klöru Mist Karlsdóttur um að leika með liðinu til loka ársins 2027.

Klara Mist er 21 árs og kemur frá Fylki þar sem hún lék undanfarin tímabil. Klara Mist er alin upp hjá Stjörnunni og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið sumarið 2021.

Hún getur leyst nokkrar stöður í vörn og á miðju. Alls á Klara Mist að baki 24 leiki í efstu deild og 11 í 1. deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert