Serbi samdi í Eyjum

Jovan Mitrovic er mættur til Vestmannaeyja.
Jovan Mitrovic er mættur til Vestmannaeyja. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við serbneska varnarmanninn Jovan Mitrovic um að leika með liðinu á komandi tímabili, þar sem Eyjamenn verða nýliðar í Bestu deildinni.

Mitrovic er miðvörður sem fagnar 24 ára afmælisdegi sínum á morgun. Hann kemur frá Indija í heimalandinu.

Þar var Mitrovic lykilmaður og bar oft fyrirliðabandið hjá Indija, sem leikur í næst efstu deild Serbíu.

„Jovan er stór og sterkur miðvörður, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið fyrirliði í liði sínu í Serbíu undanfarin ár. Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum leikmanni,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert